Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 10. febrúar 2020 12:00
Magnús Már Einarsson
„Með ein svakalegustu innköst sem ég hef séð"
Mikkel Qvist.
Mikkel Qvist.
Mynd: KA
„Við teljum að þetta sé leikmaður sem styrkir okkur vel. Gæi sem hefur spilað 80+ leiki í dönsku úrvalsdeildinni ætti að hafa hæfileika til að spila hér," sagði Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri KA, í útvarpsþætti Fótbotla.net um helgina aðspurður út í danska varnarmanninn Mikkel Qvist sem er kominn til KA á láni frá Horsens.

„Við vorum að leita að örvfættum hafsent sem er með fína reynslu. Hann er á flottum aldri og sterkur í föstum leikatriðum. Hann er með ein svakalegustu innköst sem ég hef séð," sagði Sævar en innköst Qvist hafa vakið mikla athygli í Danmörku.

Hinn 26 ára gamli Qvist hefur mest spilað sem vinstri bakvörður hjá Horsens en hjá KA verður hann miðvörður.

„Hann hefur spilað 4-5 leiki sem hafsent og það er staðan sem þeir sjá hann í sem framtíðarstöðu. Þeir vildu lána hann til Íslands eða í dönsku B-deildina þar sem hann fengi að spila sem hafsent. Hann kemur aftur til þeirra áður en glugginn lokar í lok ágúst til að hann sé gjaldgengur í hópinn hjá þeim í danska boltanum næsta haust."

KA fékk einnig framherjann Gunnar Örvar Stefánsson í sínar raðir frá Magna í síðustu viku. „Gunni er hörkusóknarmaður. Hann er gríðarlegur skrokkur og það eru mörk í þessum strák," sagði Sævar.

Ásgeir Sigurgeirsson, Elfar Árni Aðalsteinsson og Haukur Heiðar Hauksson eru allir á meiðslalistanum hjá KA þessa dagana en þeir ættu að verða klárir í slaginn um miðjan mars þegar liðið fer í æfingaferð til Florida í Bandaríkjunum.

Sjá einnig:
Innkastaþjálfari Liverpool talar vel um nýjan leikmann KA
Íslenski boltinn - Áhugaverður leikmaður fer norður
Athugasemdir
banner
banner