Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   mán 10. febrúar 2020 11:00
Magnús Már Einarsson
Norskur stuðningsmaður Berserkja „starstrucked" í Víkinni
Einar Guðnson í leik með Berserkjum.
Einar Guðnson í leik með Berserkjum.
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
Einar Guðnason, aðstoðarþjálfari Víkings, greinir frá skemmtilegri sögu á Twitter síðu sinni í dag.

Einar raðaði inn mörkum með Berserkjum í 3 og 4. deildinni í áraraðir og var einnig þjálfari liðsins.

Berserkir eiga óvæntan aðdáanda í Noregi en sá kynntist félaginu í gegnum Football Manager.

Aðdáandinn kíkti í Víkinsgheimilið í dag til að kaupa varning hjá Berserkjum og þá hitti hann Einar. Heimsókn Norðmannsins var síðan toppuð þegar hann fékk treyju félagsins að gjöf.

Norðmaðurinn varð „strastrucked" þegar Einar tilkynnti honum að hann væri fyrrum leikmaður og þjálfari liðsins.


Athugasemdir
banner
banner