Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 10. febrúar 2020 07:00
Brynjar Ingi Erluson
Pickford út í gagnrýnina: Þetta pirrar mig
Mynd: FIFA
Jordan Pickford, markvörður Everton og enska landsliðsins, er óánægður með stuðningsmenn og fjölmiðla og segist fá mikið hatur frá þeim.

Pickford var frábær með enska landsliðinu á HM 2018 en frammistaða hans með Everton hefur oft verið vafasöm og var hann meðal annars gagnrýndur fyrir að verja ekki skot Christian Benteke í 3-1 sigrinum á Crystal Palace um helgina.

Hann er óánægður með gagnrýnina sem hann fær og segir að allir hati leikmenn enska landsliðsins.

„Ég held að fjölmiðlar og allir sparkspekingarnir eins og Gary Neville hafi bara áhuga á því að rífa ensku landsliðsmennina í sig," sagði Pickford.

„Allir eru gagnrýndir endalaust og þetta er greinilega bara hluti af því að vera í landsliðinu. Maður verður að læra og lifa með því."

„Maður reynir að pæla sem minnst í þessu. Allir landsliðsmennirnir lenda í þessu og sumum er hrósað meira en öðrum. Ég meina ef þú horfir á Joe Hart þegar hann var markvörður númer eitt þá var hann gagnrýndur í hverri viku."

„Það er auðvelt að sjá þetta. Það hata mann allir og ekki veit ég af hverju. Ég reyni bara að halda áfram og ég veit hvað ég er fær um að gera og í hverju ég er góður en þetta særir mann samt."

„Ég veit að ég hef verið góður með landsliðinu og það er fyndið því allir tala vel um mann þegar maður er með landsliðinu en svo fer maður aftur í félagsliðið og þá vilja allir hrauna yfir mann. Ég læt þetta ekki hafa áhrif á mig en þetta pirrar mig ógeðslega mikið,"
sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner