Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 10. febrúar 2020 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Pioli: Reiður út í leikmennina
Mynd: Getty Images
Stefano Pioli, þjálfari Milan, var allt annað en sáttur við frammistöðu liðsins í síðari hálfleiknum í 4-2 tapinu gegn nágrönnum þeirra í Inter í gær.

Ante Rebic og Zlatan Ibrahimovic skoruðu báðir undir lok fyrri hálfleiks og leiddi Milan með tveimur mörkum þegar flautað var til loka fyrri hálfleiks.

Inter tók völdin í þeim síðari og skoraði fjögur mörk en Pioli var afar ósáttur við leikmennina.

„Það gekk allt upp í fyrri hálfleiknum og kannski áttum við skilið að vera meira en tveimur mörkum yfir. Það voru svo þessi tvö atvik í síðari hálfleik þar sem við hefðum átt að gera mun betur. Við fáum á okkur tvö mörk á þremur eða fjórum mínútum og það hafði áhrif á okkur," sagði Pioli.

„Ég er reiður út leikmennina því við áttum að sinna varnarskyldum í þessum atvikum og við slepptum því og okkur var refsað," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner