Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   mán 10. febrúar 2020 08:00
Brynjar Ingi Erluson
Zlatan: Við hættum að spila
Zlatan Ibrahimovic og Ante Rebic skoruðu báðir en það var ekki nóg
Zlatan Ibrahimovic og Ante Rebic skoruðu báðir en það var ekki nóg
Mynd: Getty Images
Sænski framherjinn Zlatan Ibrahimovic átti erfitt með að útskýra hvað fór úrskeiðið í 4-2 tapi Milan gegn Inter í Seríu A í gær.

Zlatan, sem er 38 ára gamall, kom til Milan í janúar og gerði samning út tímabilið en hann skoraði og lagði upp mark í fyrri hálfleik gegn Inter en í þeim síðari skoraði Inter fjögur og lokaði sigrinum.

„Það er erfitt að útskýra hvað gerðist. Við töluðum saman í hálfleik og vissum að fyrstu fimmtán mínúturnar yrðu mikilvægar og það var akkurat á þeim kafla sem við fáum tvö mörk á okkur," sagði Zlatan.

„Við hættum að spila og liðið hætti að hafa trú. Við hættum að pressa og spiluðum ekki boltanum nægilega mikið. Eftir jöfnunarmarkið þá hrundi allt," sagði hann í lokin.

Zlatan hefur skorað 3 mörk og lagt upp eitt í sex leikjum með Milan.
Athugasemdir
banner
banner
banner