Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 10. mars 2020 23:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lingard telur sig einn besta sóknarsinnaða miðjumann Evrópu
Jesse Lingard.
Jesse Lingard.
Mynd: Getty Images
Goal kveðst hafa heimildir fyrir því að Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, beri ekki lengur traust til Jesse Lingard og að leikmaðurinn verði seldur í sumar.

Þetta kom fram í slúðri dagsins.

Lingard er ekki lengur byrjunarliðsmaður hjá Man Utd og var hann ekki í hóp í Manchester-slagnum síðasta sunnudag. Með komu Bruno Fernandes er samkeppnin orðin meiri.

Hinn 27 ára gamli Lingard hefur átt arfaslakt tímabil, en samningur hans við Manchester United rennur út sumarið 2021. Hann er með Mino Raiola sem umboðsmann sinn og er talið að það geri félagaskipti í sumar líklegri.

Fram kemur í frétt Goal að Lingard telji sig vera einn besta sóknarsinnaða miðjumann Evrópu, en því sé Solskjær ekki sammála. Leikmaðurinn hafi ekki hrifið norska knattspyrnustjórann í leikjum, né á æfingum.

Jadon Sancho, James Maddison og Jack Grealish eru á óskalista Man Utd, en Paul Pogba og Lingard gætu farið frá félaginu.

Lingard hefur átt í erfiðleikum utan vallar á tímabilinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner