Jesus gæti farið frá Arsenal - Möguleg stjóraskipti hjá Man Utd og Bayern - Dortmund vill halda Sancho
   þri 10. apríl 2018 17:49
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Íslandi tókst að knýja fram þægilegan sigur í Færeyjum
Icelandair
Harpa skoraði eitt af mörkum Íslands.
Harpa skoraði eitt af mörkum Íslands.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Byrjunarlið Íslands í dag.
Byrjunarlið Íslands í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Færeyjar 0 - 5 Ísland
0-1 Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir ('38 )
0-2 Rakel Hönnudóttir ('48 )
0-3 Harpa Þorsteinsdóttir ('58 )
0-4 Agla María Albertsdóttir ('89 )
0-5 Fanndís Friðriksdóttir ('93 )
Smelltu hér til að sjá beina textalýsingu

Það var hægara sagt en gert fyrir íslenska landsliðið að leggja það færeyska að velli í mikilvægum leik í undankeppni HM í dag. En það tókst samt sem áður.

Leikurinn fór einungis fram á vallarhelmingi Færeyinga eins og búist var við. Þetta átti að vera skyldusigur fyrir Ísland. Ísland var með yfirburði en liðið átti í vandræðum með að skapa sér álitleg færi. Fyrsta markið lét ekki sjá sig fyrr en á 38. mínútu þegar Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir skallaði í netið eftir fyrirgjöf Hallberu.

Staðan var 1-0 í hálfleik en Ísland var staðráðið í að bæta við fleiri mörkum í seinni hálfleik.

Endaði sem þægilegur sigur
Strax í upphafi seinni hálfleiks kom annað markið og það gerði Rakel Hönnudóttir. Harpa Þorsteinsdóttir kom sér svo á blað eftir sendingu varamannsins Öglu Maríu Albertsdóttur sem skoraði fjórða markið. Fanndís Friðriksdóttir bætti við fimmta markinu í uppbótartímanum og þar við sat. Á endanum var sigurinn þægilegur.

Það ber að hrósa Færeyingum fyrir frammistöðu sína í dag, þær létu okkar stelpur hafa fyrir hlutunum en þrjú stig hafa bæst við í pokann. Ísland fer með sex stig úr þessu verkefni.

Ísland er í öðru sæti riðils síns, tveimur stigum á eftir Þýskalandi. Ísland á leik til góða á Þýskaland. Framundan í sumar og haust eru heimaleikir gegn Slóveníu, Þýskalandi og Tékklandi. Þessir leikir munu skera úr um það hvort Ísland fer á HM eða ekki en möguleikinn er klárlega til staðar og hefur sjaldan ef aldrei verið betri.



Athugasemdir
banner
banner
banner