Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
banner
   mið 10. apríl 2019 22:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Allur aðalliðsferill Rashford átt sér stað síðan þá"
Mynd: Getty Images
Luis Suarez komst mjög nálægt því að skora þegar Barcelona lagði Manchester United að velli í Meistaradeildinni í kvöld.

Suarez virtist skora eina mark leiksins en við nánari athugun má sjá að boltinn fer af Luke Shaw, bakverði United, og inn.

Suarez fær því ekki markið skráð á sig og hann er örugglega mjög svekktur með það þar sem hann hefur ekki skorað mark á útivelli í Meistaradeildinni síðan í september 2015.

Þetta er niðurstaðan þrátt fyrir að Barcelona hafi að minnsta kosti komist í 8-liða úrslit á öllum tímabilum síðan þá.

Þessi mikli markaskorari þarf eitthvað að bíða áfram eftir markinu á útivelli.

Duncan Alexander á Opta birti athyglisverða staðreynd á Twitter í kvöld. Þar segir hann að allur aðalliðsferill Marcus Rashford hafi átt sér stað síðan Suarez skoraði síðast á útivelli í Meistaradeildinni.

Rashford lék sinn fyrsta aðalliðsleik fyrir United þann 25. febrúar 2016 gegn Midtjylland í Evrópudeildinni.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner