Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 10. apríl 2019 23:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Eto'o: Var minn tími - Guardiola bað mig afsökunar
Samuel Eto’o.
Samuel Eto’o.
Mynd: Getty Images
Pep Guardiola.
Pep Guardiola.
Mynd: Getty Images
Samuel Eto’o er ekki sáttur með þá meðferð sem hann fékk frá Pep Guardiola undir lok ferils síns hjá Barcelona.

Eto’o varði fimm árum hjá Barcelona, frá 2004 til 2009. Á síðasta tímabili hans í Katalóníu var Pep Guardiola stjóri liðsins og segja má að það Barcelona lið sé eitt besta fótboltalið sögunnar. Það fór alla leið í Meistaradeildinni og vann einnig deildina og bikarinn.

Eto’o spilaði stórt hlutverk í þessu liði og skoraði 36 mörk í 52 leikjum í öllum keppnum. Hann skoraði meðal annars í úrslitaleik Meistaradeildarinnar gegn Man Utd.

Eftir tímabilið var Eto’o hins vegar látinn fara til Inter og Zlatan Ibrahimovic fenginn í staðinn til Barcelona.

Eto’o er ósáttur við Guardiola og segist hafa verið drifkrafturinn í liðinu hjá Barcelona á þessu magnaða tímabili - ekki Lionel Messi.

„Pep Guardiola skildi ekki hópinn. Hann lifði ekki lífinu okkar," sagði Eto’o við beIN Sports.

„Ég sagði við Guardiola, 'þú munt biðja mig afsökunar vegna þess að það var ég sem sá um að Barcelona vann leiki - ekki Messi."

„Þú getur spurt Xavi, Iniesta og alla hina. Þetta var minn tími. Það var ég sem sá til þess að Barcelona vann leiki og Guardiola bað mig afsökunar."

Eto’o vann Meistaradeildina með Inter en hann er í dag hjá Qatar SC.



Athugasemdir
banner
banner