Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 10. apríl 2020 08:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gátu ekki talað saman en inn á vellinum var sambandið fullkomið
Berbatov elskaði að spila með Franca
Ein gömul og góð.
Ein gömul og góð.
Mynd: Getty Images
Dimitar Berbatov spilaði með mörgum frábærum sóknarmönnum á ferli sínum og má þar til dæmis bara nefna Carlos Tevez, Wayne Rooney og Robbie Keane. En hans uppáhalds félagi í sókninni er leikmaður sem hann spilaði með hjá Bayer Leverkusen í Þýskalandi.

Um er að ræða Brasilíumann að nafni Franca, en hann og Berbatov náðu vel saman er þeir léku með Leverkusen frá 2002 til 2005.

Berbatov segir að hann og Franca hafi ekkert rætt saman utan vallar en innan vallar voru þeir gríðarlega nánir. „Við áttum frábært samstarf. Við skoruðum svo mörg mörk og eitt tímabilið rústuðum við Bayern 4-1."

„Hann talaði ekki ensku eða þýsku og því sögðum við ekki neitt við hvorn annan utan vallar. Bókstaflega ekki neitt. Ég sá hvernig hann æfði og spilaði og hann sé hvernig ég æfði og spilaði."

„Þegar við stigum inn á völlinn þá var eins og við værum að sofa saman. Við vorum eins og Andy Cole og Dwight Yorke."

Berbatov endaði feril sinn 2018 og hann stefnir nú að því að gerast þjálfari.
Athugasemdir
banner
banner