Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 10. apríl 2020 09:00
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Verður meiri aðsókn á leiki? - „Allir búnir að klára allt á Netflix"
Áhorfendur á Fjölnisvelli.
Áhorfendur á Fjölnisvelli.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Leikir í Meistaradeildinni gætu kannski skarast á við leiki í Pepsi Max-deildinni.
Leikir í Meistaradeildinni gætu kannski skarast á við leiki í Pepsi Max-deildinni.
Mynd: Getty Images
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net fór fram í hlaðvarpsformi í gær og var það í fyrsta sinn sem þátturinn fer fram á miðvikudegi. Páskahringborð var tekið með þeim Elvari Geir, Tómasi Þór, Magnúsi Má og Benedikt Bóasi.

Umræða skapaðist í útvarpsþættinum um það hvernig aðsókn verður á leiki þegar Íslandsmótið hefst. Pepsi Max-deildin átti að vera að hefjast núna eftir tæpar tvær vikur, en óvíst er hvenær deildin getur nákvæmlega hafist vegna kórónuveirufaraldursins.

Samkomubann er til 4. maí, Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, telur að hægt verði að byrja með skipulagðar íþróttaæfingar í stórum hópum á ný í lok maí eða í byrjun júní.

Magnús Már Einarsson sagði í útvarpsþættinum: „Ég er búinn að pæla svolítið í þessu, en ef áhorfendur verða leyfðir í einhverju magni í vonandi júlí eða hvenær sem það verður, fáum við ekki bara fleiri á völlinn en í venjulegum júlí?"

„Það er enginn erlendis og það eru allir búnir að klára allt á Netflix heima hjá sér. Fólk vill komast út og gera eitthvað, fara á einhverja viðburði og eitthvað annað."

Tómas Þór sagði þá: „Það fer bara eftir hræðslu fólks, það er allt rétt sem þú segir en einu mótrökin er hversu hrætt fólk er."

„Og hvort bannað verði að hafa áhorfendur í fyrstu leikjunum," sagði Magnús.

„Kannski vilja 3000 manns fá miða á leik Breiðablik og Gróttu í fyrstu umferð, en aðeins 500 mega mæta. Þetta eru allt góðar pælingar," sagði Tómas.

Elvar benti þá á að stórar deildir í Evrópu gætu hafist á sama tíma og fótboltinn á Íslandi. Það gæti haft áhrif á aðsókn ef enska úrvalsdeildin og Meistaradeildin eru spiluð á sama tíma á Pepsi Max-deildin.

Hlustaðu á þessar líflegu umræður í spilaranum hér að neðan eða í gegnum Podcast forrit.

Útvarpsþátturinn - Stóru málin við páskahringborðið
Athugasemdir
banner
banner
banner