Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 10. apríl 2021 14:00
Magnús Már Einarsson
Bielsa: Man City sigur hefði verið sanngjarn
Mynd: Getty Images
„Við verðskulduðum að vinna en það sanngjarna hefði verið ef City hefði unnið," sagði Marcelo Bielsa, stjóri Leeds, eftir magnaðan 2-1 útisigur á toppliði Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Leeds var manni færri allan síðari hálfleikinn en liðið átti tvö markskot í leiknum gegn 29 skotum hjá City.

„Við lögðum okkur mikið fram en það er satt að City stýrði leiknum og átti betri tækifæri."

Pep Guardiola, stjóri City, hefur oft í gegnum tíðina lýst yfir aðdáun sinni á Bielsa og hugmyndafræði hans.

„Ég vil taka fram að ég vann ekki Pep Guardiola. Þetta var leikur tveggja liða þar sem leikmennirnir réðu úrslitum. Við erum einfaldlega stjórar liðanna sem mættust í dag," sagði Bielsa.
Athugasemdir
banner
banner