Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 10. apríl 2021 18:26
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England: Spennandi barátta - Chelsea upp fyrir Liverpool
Chelsea er komið aftur á sigurbraut.
Chelsea er komið aftur á sigurbraut.
Mynd: Getty Images
Crystal Palace 1 - 4 Chelsea
0-1 Kai Havertz ('8 )
0-2 Christian Pulisic ('10 )
0-3 Kurt Zouma ('30 )
1-3 Christian Benteke ('63 )
1-4 Christian Pulisic ('78 )

Chelsea komst aftur á sigurbraut í ensku úrvalsdeildinni í dag með sigri gegn Crystal Palace á útivelli.

Chelsea var með algjöra yfirburði frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu.

Kai Havertz skoraði fyrsta mark leiksins á áttundu mínútu og tveimur mínútum síðar var staðan orðin 2-0 eftir mark Bandaríkjamannsins Christian Pulisic.

Chelsea var í stuði og skoraði miðvörðurinn Kurt Zouma þriðja markið eftir hálftíma leik. Staðan var 3-0 í hálfleik.

Christian Benteke minnkaði muninn með einu marktilraun Palace í leiknum á 63. mínútu áður en Pulisic skoraði annað mark sitt og rak síðasta naglann í kistu Palace.

Lokatölur 4-1 og er þetta í fyrsta sinn sem Chelsea skorar meira en tvö mörk í leik undir stjórn Thomas Tuchel. Liverpool komst upp í fjórða sæti fyrr í dag en Chelsea er núna komið þangað. Baráttan er mjög hörð. Palace er í 13. sæti, 12 stigum frá fallsvæðinu.

Önnur úrslit í dag:
England: Manni færri náði Leeds í sigur gegn toppliði Man City
England: Endurkoma Liverpool skilar þeim upp í fjórða sæti
Athugasemdir
banner
banner