Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   lau 10. apríl 2021 21:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hvað er líklegasti áfangastaður De Gea?
David de Gea.
David de Gea.
Mynd: Getty Images
Jan Oblak.
Jan Oblak.
Mynd: Getty Images
David de Gea spilaði með Manchester United í Evrópudeildinni síðastliðið fimmtudagskvöld og hélt marki sínu hreinu gegn Granada, í 0-2 sigri á útivelli.

Það er spurning hvort De Gea sé einfaldlega orðinn varamarkvörður Man Utd sem spilar í Evrópudeildinni; að Dean Henderson sé búinn að taka stöðuna af honum.

Henderson er í líklegu byrjunarliði Man Utd fyrir leikinn gegn Tottenham á morgun.

De Gea var fyrir nokkrum árum talinn einn besti markvörður í heimi en frammistaða hans síðustu tvö tímabil hefur ekki verið í hæsta klassa.

Daily Mail telur að Man Utd muni reyna að selja De Gea í sumar. Hann á tvö ár eftir af samningi sínum og er hann að fá 375 þúsund pund í vikulaun sem er með því hæsta í ensku úrvalsdeildinni. Vefmiðillinn tók saman líklegustu áfangastaði De Gea.

Líklegustu áfangastaðirnir:
Atletico Madrid 8/10
PSG 7/10
AC Milan 6/10
Real Madrid 6/10
Barcelona 2/10

Það er talið líklegast að sá spænski fari aftur til Atletico Madrid, þar sem hann var áður en hann fór til Man Utd fyrir tíu árum síðan. Atletico er með Jan Oblak, stórkostlegan markvörð, á milli stanganna hjá sér en ef hann myndi fara annað, þá er De Gea væntanlega efstur á óskalistanum.
Athugasemdir
banner
banner
banner