Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 10. apríl 2021 20:44
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ítalía: Belotti með mikilvægt mark og Birkir lagði upp
Birkir Bjarnason.
Birkir Bjarnason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Udinese 0 - 1 Torino
0-1 Andrea Belotti ('61 , víti)

Andrea Belotti skoraði eina mark leiksins er Torino lagði Udinese að velli í síðasta leik dagsins af þremur í ítölsku úrvalsdeildinni.

Udinese var meira með boltann og þeir áttu fleiri marktilraunir en það var Torino sem skoraði eina mark leiksins af vítapunktinum eftir stundarfjórðung í seinni hálfleik.

Torino komst upp úr fallsæti með þessum sigri en Udinese er í 12. sæti.

Önnur úrslit í dag:
Ítalía: Zlatan sá rautt í sigri Milan

Í ítölsku B-deildinni lagði Birkir Bjarnason upp mark fyrir Brescia í 1-1 jafntefli gegn hans fyrrum félagi, Pescara. Birkir spilaði allann leikinn fyrir Brescia en Hólmbert Aron Friðjónsson kom ekki við sögu. Brescia er í níunda sæti, einu stigi frá umspilssæti.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner