Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 10. apríl 2021 18:01
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ítalía: Zlatan sá rautt í sigri Milan
Zlatan fékk að líta rauða spjaldið.
Zlatan fékk að líta rauða spjaldið.
Mynd: Getty
AC Milan er búið að minnka forskot Inter á toppi ítölsku úrvalsdeildarinnar niður í átta stig eftir sigur á útivelli gegn Parma í kvöld.

Milan leiddi 2-0 í hálfleik en eftir klukkutíma leik fékk Zlatan Ibrahimovic rauða spjaldið fyrir að segja eitthvað við dómarann sem hann hefði betur látið ósagt.

Parma náði einum fleiri að minnka muninn en lokatölur voru 3-1 þar sem Rafael Leao skoraði þriðja mark Milan undir lokin.

Milan er núna átta stigum frá Inter en toppliðið getur aukið forskot sitt aftur í 11 stig á morgun gegn Cagliari. Fyrr í dag vann Spezia 3-2 sigur á botnliði Crotone sem er níu stigum frá öruggu sæti. Parma er í 19. sæti, fjórum stigum frá öruggu sæti. Spezia hefur komið á óvart og er í 14. sæti.

Spezia 3 - 2 Crotone
0-1 Koffi Djidji ('40 )
1-1 Daniele Verde ('63 )
1-2 Simy ('78 )
2-2 Giulio Maggiore ('90 )
3-2 Martin Erlic ('90 )

Parma 1 - 3 Milan
0-1 Ante Rebic ('8 )
0-2 Franck Kessie ('44 )
1-2 Riccardo Gagliolo ('66 )
1-3 Rafael Leao ('90 )
Rautt spjald: Zlatan Ibrahimovic, Milan ('60)
Athugasemdir
banner
banner
banner