Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   lau 10. apríl 2021 17:46
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Klopp: Verðum að setja önnur lið undir pressu
Góður sigur fyrir Liverpool.
Góður sigur fyrir Liverpool.
Mynd: Getty Images
„Það er risastórt að vinna þennan leik, mikill léttir," sagði Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, eftir sigur á Aston Villa í dag á heimavelli.

Það hefur ekki gengið vel hjá Liverpool á heimavelli að undanförnu en þeim tókst að landa sigrinum í dag eftir að hafa lent 1-0 undir.

„Við vorum með yfirburði en gerðum ein mistök og lentum undir. Við skoruðum en það mark var dæmt af. Það var ekki góð stemning í búningsklefanum í hálfleik en ég þurfti ekki að gera mikið. Þeir vissu að við myndum halda áfram að skapa færi ef við myndum halda áfram að spila eins og við vorum að gera."

Trent Alexander-Arnold skoraði sigurmarkið í dag en mikil umræða hefur verið um það hvort hann eigi að vera í enska landsliðshópnum.

„Allir eru sammála um að hann sé framúrskarandi leikmaður. Þetta er ákvörðun Gareth Southgate en við þurfum ekki að tala um þetta í hverri einustu viku."

Baráttan um fjórða sætið er mjög hörð. Útlit er fyrir að Chelsea hoppi upp fyrir Liverpool en Chelsea er að vinna sigur á Crystal Palace í leik sem er í gangi núna.

„Við verðum að setja önnur lið undir pressu. Allir vita að við erum mjög hættulegir þegar við komumst á skrið," sagði Klopp.
Athugasemdir
banner
banner
banner