Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 10. apríl 2021 16:50
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Steini sáttur með margt en ekki úrslitin - „Hundfúlt að tapa"
Icelandair
Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari.
Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er hundfúlt að tapa. Ég er hundfúll með það og það er eitthvað sem maður vill ekki venjast," sagði Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari kvenna, eftir 1-0 tap gegn Ítalíu í vináttulandsleik í dag.

Þetta var fyrsti leikur Steina með landsliðið en Ítalía skoraði eina mark leiksins um miðbik seinni hálfleiks.

„Ég er sáttur með margt í leiknum og margt jákvætt sem við getum tekið úr þessum leik," sagði Steini jafnframt.

Hann var spurður út í markið sem Ítalía skoraði. „Ég verð að sjá þetta aftur. Ég veit ekki hvort það var brotið á Guðný eða eitthvað svoleiðis. Við töpuðum skallaeinvígi og þær komust á undan í boltann. Þetta er partur af fótbolta."

„Við ætlum að fara yfir hluti sem við viljum gera betur. Til þess er
þetta verkefni, það er til að vinna í því hvernig við viljum að leikurinn er spilaður og svo notum við tímann á milli leikja til þess að fara yfir það sem við getum gert betur. Svo má ekki gleyma því að við förum líka í það sem við gerðum virkilega vel."


Þessi lið mætast aftur á þriðjudaginn. Ísland er í 16. sæti á heimslistanum en Ítalía er í 13. sæti.

„Það verður slatti af breytingum. Við reynum að dreifa þessu eitthvað og partur af því er að gera tvær skiptingar í hálfleik í dag. Allar skiptingar í dag höfðu ekkert með frammistöðu að gera. Skiptingarnar í hálfleik voru löngu ákveðnar og þetta voru ekki frammistöðuskiptingar," sagði Þorsteinn eftir sinn fyrsta landsleik.
Athugasemdir
banner
banner
banner