Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   lau 10. apríl 2021 15:26
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þýskaland: Leipzig nýtti sér þegar Bayern missteig sig
Musiala skoraði fyrir Bayern.
Musiala skoraði fyrir Bayern.
Mynd: Getty Images
Leipzig er í öðru sæti.
Leipzig er í öðru sæti.
Mynd: Getty Images
Frankfurt lagði Wolfsburg.
Frankfurt lagði Wolfsburg.
Mynd: Getty Images
Bayern München missteig sig í þýsku úrvalsdeildinni í dag gegn Union Berlín á heimavelli.

Bayern á leik gegn Paris Saint-Germain í Meistaradeildinni á þriðjudag þar sem liðið þarf að koma til baka eftir 3-2 tap á heimavelli. Benjamin Pavard, David Alaba og Leroy Sane byrjuðu allir á bekknum hjá Bayern í dag en Joshua Kimmich og Thomas Muller voru á meðal þeirra sem voru í byrjunarliði.

Bayern var sterkari aðilinn í leiknum og tók forystuna á 68. mínútu þegar hinn mjög svo efnilegi Jamal Musiala skoraði. Það dugði þó ekki til sigurs þar sem Marcus Ingvartsen jafnaði fyrir Union áður en flautað var til leiksloka.

Forysta Bayern á toppi deildarinnar er komin niður í fimm stig þar sem RB Leipzig vann öflugan útisigur á Werder Bremen. Leipzig er í öðru sæti deildarinnar.

Eintracht Frankfurt vann þá 4-3 sigur á Wolfsburg og nú munar einu stigi á liðunum í þriðja og fjórða sæti deildarinnar.

Hertha og Gladbach skildu jöfn þrátt fyrir að Yann Sommer, markvörður Gladbach, hefði fengið rauða spjaldið á 13. mínútu. Hér að neðan má sjá öll úrslit og markaskorara í þeim leikjum sem eru búnir.

Bayern 1 - 1 Union Berlin
1-0 Jamal Musiala ('68 )
1-1 Marcus Ingvartsen ('86 )

Eintracht Frankfurt 4 - 3 Wolfsburg
0-1 Ridle Baku ('6 )
1-1 Daichi Kamada ('8 )
2-1 Luka Jovic ('27 )
2-2 Tuta ('46 , sjálfsmark)
3-2 Andre Silva ('54 )
4-2 Erik Durm ('61 )
4-3 Maximilian Philipp ('85 )

Hertha 2 - 2 Borussia M.
1-0 Santiago Ascacibar ('23 )
1-1 Alassane Plea ('27 )
1-2 Lars Stindl ('38 , víti)
2-2 Jhon Cordoba ('49 )
Rautt spjald: Yann Sommer, Borussia M. ('13)

Werder 1 - 4 RB Leipzig
0-1 Dani Olmo ('23 )
0-2 Alexander Sorloth ('32 )
0-3 Alexander Sorloth ('41 )
1-3 Milot Rashica ('61 , víti)
1-4 Marcel Sabitzer ('63 )
Athugasemdir
banner
banner