Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 10. maí 2020 18:43
Brynjar Ingi Erluson
Berbatov: Ég var blanda af Maldini, Baresi og Beckenbauer!
Dimitar Berbatov þótti öflugur á þessum hálftíma í vörn United
Dimitar Berbatov þótti öflugur á þessum hálftíma í vörn United
Mynd: Getty Images
Dimitar Berbatov, fyrrum framherji Manchester United og búlgarska landsliðsins, rifjar upp áhugavert atvik sem átti sér stað í leik gegn Leeds United í enska deildabikarnum fyrir nokkrum árum.

Berbatov lék með United frá 2008 til 2012 en hann vann ensku úrvalsdeildina tvisvar með félaginu ásamt því að vinna enska deildabikarinn og HM félagsliða.

Hann rifjaði upp atvik sem átti sér stað gegn Leeds í deildabikarnum er liðið vann 3-0 sigur. United hafði notað allar þrjár skiptingar sínar í leiknum og neyddist Berbatov til að spila í vörninni.

„Í fyrsta lagi þá voru þetta ekki einhverjar fimm mínútur. Þetta var um það bil hálftími. Ég man vel eftir þessu en það muna ekki margir eftir því hvaða leikur þetta var. Ég var eins og Baresi, Maldini og Beckenbauer smíðaðir saman í einn leikmann á þessum hálftíma," sagði Berbatov á Instagram.
Athugasemdir
banner