Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   sun 10. maí 2020 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Cannavaro: Messi frábær en Maradona er sá besti
Cannavaro hefur verið við stjórnvölinn hjá Guangzhou síðustu þrjú ár. Hann tók einnig við kínverska landsliðinu í fyrra en hætti mánuði síðar til að einbeita sér að starfi sínu hjá Guangzhou.
Cannavaro hefur verið við stjórnvölinn hjá Guangzhou síðustu þrjú ár. Hann tók einnig við kínverska landsliðinu í fyrra en hætti mánuði síðar til að einbeita sér að starfi sínu hjá Guangzhou.
Mynd: Getty Images
Fabio Cannavaro bar fyrirliðaband ítalska landsliðsins sem vann HM 2006. Í dag stýrir hann Guangzhou Evergrande í Kína og er talinn meðal bestu þjálfara kínversku deildarinnar.

Hann hefur áhuga á að taka við félagi í Evrópu og nefndi sérstaklega Pep Guardiola og Jürgen Klopp sem tvo af bestu þjálfurum heims.

Cannavaro lék meðal annars fyrir Napoli á ferli sínum sem leikmaður og hefur alla tíð verið stuðningsmaður félagsins. Hann var spurður hver væri besti leikmaður allra tíma að hans mati.

„Ég ber mikla virðingu fyrir Messi, hann er einn af bestu leikmönnum sinnar kynslóðar. Maradona er öðruvísi því fótboltaheimurinn var allt öðruvísi í hans tíð. Það var sparkað mikið í Maradona en hann var harður og hélt alltaf stjórn á sér," sagði Cannavaro.

„Messi er toppleikmaður en Maradona er annar heimur. Ég ber hann aldrei saman við aðra leikmenn. Ég sá aldrei Pele spila, en ég horfði á Maradona. Í sjö ár horfði ég á hvern einasta leik.

„Hann er ekki einn af þeim bestu. Hann er sá besti."

Athugasemdir
banner
banner
banner