Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 10. maí 2020 08:04
Ívan Guðjón Baldursson
Carragher gagnrýnir botnliðin sem vilja sleppa við fall
Mynd: Getty Images
Mikil umræða hefur verið í kringum framhald ensku úrvalsdeildarinnar þar sem enn er óljóst hvort tímabilið verði klárað eða ekki.

Stungið hefur verið upp á því að klára tímabilið á 8-10 hlutlausum völlum en fallbaráttulið úrvalsdeildarinnar eru mótfallin þeirri hugmynd, enda síðustu heimaleikir tímabilsins gríðarlega mikilvægir.

Sömu félög eru þó tilbúin til að klára tímabilið á hlutlausum völlum svo framarlega sem ekkert lið fellur úr deildinni.

Jamie Carragher telur fráleitt að sleppa því að fella lið og er ósáttur með botnlið deildarinnar sem hann telur ekki vera að hugsa um neitt annað en eigin hagsmuni.

„Fyrir nokkrum vikum skrifaði ég grein sem fjallaði um botnlið ensku úrvalsdeildarinnar og ástæður þeirra til að vilja ekki ljúka úrvalsdeildartímabilinu. Þær ástæður voru góðar og gildar," sagði Carragher.

„Það sem veldur mér vonbrigðum er hvernig þessi félög höguðu sér á síðasta fundi. Þau eru mótfallin því að klára tímabilið á hlutlausum völlum og gefa ýmsar ástæður fyrir því. Raunverulega ástæðan er ótti við fall úr efstu deild.

„Um leið og fallhættan er fjarlægð þá eru félögin tilbúin til að klára tímabilið án heima- og útileikja.

„Mér finnst þetta draga úr röksemdafærslu þeirra. Þau hafa verið hörð á því að ekki sé hægt að klára tímabilið á hlutlausum völlum en um leið og fallhættan er tekin úr myndinni breytist söngurinn.

„Þetta kemur niður á röksemdafærslu þeirra. Um leið og fallhættan er tekin úr myndinni verða þessi félög samstarfsfús. Mér finnst það ekki í lagi."

Athugasemdir
banner
banner
banner