sun 10. maí 2020 20:09
Brynjar Ingi Erluson
Cech: Rooney erfiðasti andstæðingurinn
Petr Cech
Petr Cech
Mynd: Getty Images
Petr Cech, fyrrum markvörður Chelsea og tékkneska landsliðsins, segir að Wayne Rooney sé erfiðasti leikmaðurinn sem hann mætti á knattspyrnuferlinum.

Cech var kynntur sem leikmaður Chelsea árið 2004 en hann spilaði þar í ellefu ár áður en hann gekk til liðs við nágranna þeirra í Arsenal. Hann lagði svo hanskana á hilluna síðasta sumar.

Hann er einn besti markvörður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar en hann vann gullhanskann fjórum sinnum. Hann vann þá alla titla sem hann gat unnið með Chelsea.

Cech fór yfir víðan völl í viðtali við heimasíðu Chelsea en þar nefndi hann meðal annars erfiðasta andstæðinginn.

„Wayne Rooney. Í hvert einasta skipti sem við mættum United þá var ég alltaf í viðbragðsstöðu þegar hann var með boltann því hann var svo óútreiknanlegur og mjög klár leikmaður," sagði Cech.

„Hann er leikmaður sem getur elt, barist, hlaupið og er mjög klár þegar það kemur að því að skjóta á markið. Hann gat skorað frá miðju eða vippað yfir mann ef maður var of framarlega í markinu. Þetta var ein af þessum áskorunum sem maður elskaði," sagði Cech um Rooney.
Athugasemdir
banner
banner
banner