Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   sun 10. maí 2020 16:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Daniel James varð næstum Leedsari - Henti símanum í reiði
Daniel James var keyptur til Manchester United fyrir yfirstandandi tímabil.
Daniel James var keyptur til Manchester United fyrir yfirstandandi tímabil.
Mynd: Getty Images
Kantmaðurinn eldsnöggi, Daniel James, viðurkennir að hafa verið bálreiður þegar hann fékk ekki að ganga í raðir Leeds United í janúarglugganum árið 2019.

James, sem er 22 ára, var við það að ganga í raðir Leeds en á síðustu stundu hætti Swansea við að selja hann. Hann átti að hjálpa Leeds að komast upp, en í staðinn kláraði hann tímabilið með Swansea. Leeds komst ekki upp og var James seldur til Manchester United síðasta sumar.

„Ég kom á Elland Road klukkan sex að kvöldi til, tók myndir með treyjuna og fór í viðtöl," sagði James í viðtali við fyrrum liðsfélaga sinn hjá Swansea, Kenji Gorre.

„Klukkan var orðin níu og ég hafði skrifað undir alla pappíra, en félögin voru enn að ræða saman. Það voru ekki fyrr en 15 mínútur voru eftir af glugganum að ég hugsaði með mér: 'Kannski er þetta ekki að fara að gerast núna'."

„Ég endaði á því að hringja í formann Swansea til að komast að því hvað væri að gerast. Þetta var ekki klárað. Ég henti símanum frá mér."

Eins og áður kemur fram þá endaði James á því að fara til Manchester United síðasta sumar og hefur hann verið í nokkuð stóru hlutverki á þessari leiktíð. „Þetta var mjög skrýtin staða en ég held að þetta hafi hjálpað mér á einhvern hátt líka."

Hér að neðan má sjá myndskeið úr sjónvarpsþáttum Amazon Prime um Leeds þar sem farið er yfir þegar félaginu tókst næstum því að klófesta Daniel James.


Athugasemdir
banner
banner