Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   sun 10. maí 2020 23:29
Brynjar Ingi Erluson
Enski boltinn fær grænt ljós - Tímabilið hefst aftur í júní
Liverpool er aðeins einum sigri frá því að vinna deildina
Liverpool er aðeins einum sigri frá því að vinna deildina
Mynd: Getty Images
Enska úrvalsdeildin fer aftur af stað í júní en þetta er haft eftir áreiðanlegum heimildarmanni innan ríkisstjórnarinnar á Bretlandseyjum. Telegraph greinir frá í kvöld.

Ekkert hefur verið spilað á Englandi frá því í byrjun mars vegna kórónaveirunnar.

Tala látinna á Bretlandseyjum er komin upp í 32 þúsund og þá er fjöldi smita um það bil 220 þúsund.

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlandseyja, mun gefa ítarlegri upplýsingar á morgun um slakanir á samkomubanni og sólarhring síðar verður greint frá þeim plönum að klára ensku úrvalsdeildina.

Samkvæmt heimildarmanni Telegraph þá er búið að gefa grænt ljós á að hefja leik á Englandi í júní svo lengi sem félög mæti þeim kröfum sem gerðar eru.

Talið er að átta félög séu gegn því að klára tímabilið en aðeins fjórtán félög þurfa að vera hlynnt því að klára tímabilið.

Telegraph birtir planið fyrir vikuna en það gæti endað með atkvæðagreiðslu mánudaginn 18. maí.

Planið fyrir vikuna:

Mánudagurinn 11. maí: Öll félögin í ensku úrvalsdeildinni funda um framhaldið, hlutlausa velli, framlengda samninga og hvernig samstarfsaðlirnar vilja gera hlutina.

Þriðjudagurinn 12. maí: Enska úrvalsdeildin fær fyrirliða, reynda leikmenn og fulltrúa hjá leikmannasamtökunum til að ræða saman og sjá hvar landið liggur hjá þeim.

Miðvikudagurinn 13. maí: Stjórnarmenn ensku úrvalsdeildarinnar funda með leikmanna- og þjálfarasamtökunum.

Fimmtudagurinn 14. maí: Stjórnvöld og lögreglan ræða framhaldið við stjórnarmenn ensku úrvalsdeildarinnar og farið yfir þá hlutlausu velli sem verða í boði.

Mánudagurinn 18. maí: Félög ensku úrvalsdeildarinnar funda aftur og þá gæti „Project-Restart" farið í gegnum atkvæðagreiðslu en fjórtán félög þurfa að gefa grænt ljóst á að klára tímabilið.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner