sun 10. maí 2020 16:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Faðir Luka Jovic kemur honum til varnar
Kalou fagnar marki með Hertha.
Kalou fagnar marki með Hertha.
Mynd: Getty Images
Faðir serbneska sóknarmannsins Luka Jovic hefur reynt að koma syni sínum til varnar.

Jovic var keyptur til Real Madrid frá Eintracht Frankfurt á 60 milljónir evra síðasta sumar, en hann hefur ekki verið í fréttum fyrir góða frammistöðu í vetur. Hann hefur aðeins skorað tvö mörk í 24 keppnisleikjum fyrir stórveldið frá Madríd.

Á sama tíma hefur hann verið í fjölmiðlum vegna brota á útgöngubanni í kórónuveirufaraldrinum.

Stuðningsmenn Real Madrid eru núna brjálaðir eftir að tilkynnt var að leikmaðurinn hefði brotið bein í fæti sínum.

Faðir leikmannsins, Milan Jovic, segir að leikmaðurinn hafi verið að fylgja eftir æfingaprógrammi frá Real Madrid þegar hann meiddist. „Hann er þunglyndur og örlítið hræddur," sagði Milan við serbneska fjölmiðilinn Kurir.

„Hann var að undirbúa sig heima í Belgrad með æfingaprógrammi frá félaginu. Í einni æfingunni þá fann hann fyrir sársauka. Hver vissi að þetta gæti verið svona alvarlegt? Hann var að undirbúa sig eins og best er á kosið og svo gerist þetta."

Ekki er vitað hversu lengi Jovic verður frá, en vonast er til þess að La Liga fari aftur að rúlla í næsta mánuði.
Athugasemdir
banner
banner