Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   sun 10. maí 2020 11:18
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrrum leikmenn Stjörnunnar kalla eftir breyttum stjórnarháttum
Stjarnan varð síðast Íslandsmeistari 2016.
Stjarnan varð síðast Íslandsmeistari 2016.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stjörnustelpur fagna marki á síðustu leiktíð.
Stjörnustelpur fagna marki á síðustu leiktíð.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Meistaraflokkur kvenna hjá Stjörnunni 2017-18 setti í gær færslu inn á Instagram í fyrsta sinn síðan í september 2018. Það þótti ástæða til þess eftir orð Þorkels Mána Péturssonar í spjallþættinum Sportið í Kvöld á Stöð 2 Sport í síðustu viku.

Máni er fyrrum þjálfari kvennaliðs Stjörnunnar, en honum líst ekki á blikuna hjá félaginu.

Miklar breytingar hafa verið í stjórn félagsins að undanförnu og greindi Vísir frá því með áhugaverðri grein í apríl. Þar segir meðal annars að þrír stjórnmeðlimir hafi sagt upp störfum vegna starfshátta Sigurðar Bjarnasonar, formanns íþróttafélagsins. Þá hafi Ása Inga Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri, tekið sér veikindaleyfi vegna álags og átaka í samskiptum við Sigurð.

„Vandamál Stjörnunnar er að félagið er bara í tómu rugli. Ástandið innan félagsins er í tómu rugli, það er gríðarlega slæmt og það þorir enginn að tala um þetta," sagði Máni.

Hann hélt áfram og sagði: „Ég held að þetta sé ekki öðruvísi með Stjörnuna heldur en mörg önnur félög á þessu landi. Menn eru peppaðir: 'Við þurfum að fá sterkar konur, við þurfum að sýna sterkar konur hérna. Þær verða að segja sína skoðun og gera sína hluti!'. Það er gott vel. Þegar þessar konur deila svo sinni skoðun byrjar typpafélagið að segja: 'Heyrðu, þið þurfið bara að fara útúr félaginu'."

Instagram færslan
Á síðustu tíu árum hefur Stjarnan fjórum sinnum orðið Íslandsmeistari kvenna, nú síðast árið 2016. Það hefur hins vegar verið mikil uppstokkun í leikmannahópnum að undanförnu og er aðeins einn leikmaður eftir í liðinu sem spilaði ágætis rullu í síðasta Íslandsmeistaratitili. Það er Anna María Baldursdóttir.

Fyrrum leikmenn Stjörnunnar taka undir orð Mána og kalla eftir auknum jafnréttisáherslum innan félagsins.

Í Instagram færslunni á síðunni stjornustelpur2017 segir: „Það ætti að vekja upp spurningar um stjórnarhætti og þau gildi sem félagið hefur tileinkað sér. Þar sem Máni hefur tekið dæmi sem standa honum næst þá hoppum við á vagninn og tökum undir þessi orð hans með von um endurnýjungar, fersk viðhorf í stjórnarháttum og auknar jafnréttisáherslur innan félagsins sem við eigum svo margar góðar minningar með, og óskum alls hins besta í framtíðinni."

Nokkrir fyrrum leikmenn kvennaliðs Stjörnunnar deila færslunni á samfélagsmiðlum og skrifar markadrottningin Harpa Þorsteinsdóttir á Twitter: „Aðalfundur Stjörnunnar í næstu viku - ég mæti spennt!"

Á síðustu leiktíð hafnaði Stjarnan í fimmta sæti Pepsi Max-deildar kvenna með 23 stig úr 18 leikjum.


View this post on Instagram

Af gefnu tilefni .... ‼️

A post shared by Stjörnustelpur2017 (@stjornustelpur2017) on


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner