sun 10. maí 2020 13:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gagnrýnir Walker harðlega: Ég vil ekki senda einhvern í gröfina
Kyle Walker.
Kyle Walker.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Walker hefur að minnsta kosti í tvö skipti brotið reglur um samkomubann í Bretlandi.
Walker hefur að minnsta kosti í tvö skipti brotið reglur um samkomubann í Bretlandi.
Mynd: Getty Images
Það er óhætt að segja það að Kyle Walker hefur ekki gert það gott síðustu vikur.

Walker, sem leikur með Manchester City í ensku úrvalsdeildinni, hefur í tvígang gerst sekur um að brjóta strangt samkomubann sem ríkt hefur í Bretlandi undanfarnar vikur.

Hann bauð vændiskonum heim til sín skömmu eftir að hafa birt myndband þar sem hann hvatti fólk til að virða samkomubann yfirvalda. Hann var harðlega gagnrýndur fyrir það. Svo í síðustu viku sást til hans þar sem hann ferðaðist innanlands og var í faðmlögum með systur sinni.

Walker senti í kjölfarið frá sér yfirlýsingu en í henni sagði meðal annars: „Ég hef þagað nógu lengi. Í ljósi nýjustu greinar sem var birt um mig og fjölskyldu mína tel ég mig knúinn til að tjá mig opinberlega um málið. Ég hef verið að ganga í gegnum eitt af erfiðustu tímabilum lífs mins, sem ég tek fulla ábyrgð á, en nú er þetta orðið að áreiti. Þetta hefur ekki aðeins áhrif á mig, heldur á fjölskyldu mína og ung börn mín."

Fjölmiðlamaðurinn Daniel Taylor gagnrýnir Walker harðlega í grein sem hann skrifar fyrir The Athletic. Taylor skrifar um nágranna sinn Grace, sem lést af völdum veirunnar. Hann skrifar einnig Kevin Rowson, sem var kallaður Bamma, sem lést einnig af völdum veirunnar. Bamma starfaði fyrir Nottingham Forest síðastliðin tíu ár eða svo og elskaði starf sitt.

„Við þekkjum örugglega öll - eða að minnsta kosti þekkjum við einhvern sem þekkir einhvern - sem hefur látist vegna veirunnar. Það gerir þetta allt saman raunverulegra og gerir það auðveldara að skilja hvers vegna af hverju allar þessar hömlur hafa verið settar á. Það fyllir þig örvæntingu þegar þú sérð fólk sem virðist halda að takmarkanirnar eigi ekki við það. Í fótboltaheiminum vantar ekki valmöguleikana þegar kemur að því að setja saman í lið yfir COVID-19 heimskingja. Kyle Walker á sér stað í liðinu," skrifar Taylor.

Taylor segist skilja það að Walker þyki það óþægilegt að fjölmiðlamenn frá bresku götublöðunum fylgi honum eftir, en viðhorf hans sé samt sem áður ekki ásættanlegt. „Það sem Walker þarf að skilja er að ef allir hefðu hans viðhorf, þá... guð hjálpi okkur. Það væri til dæmis gaman að heimsækja föður minn þegar hann á afmæli í vikunni. Hann verður 83 ára og er einn. Það er ömurlegt, en hvað geturðu gert? Þú getur hringt. Við getum talað saman á Facetime. Ég get sent honum gjöf. Á get sent honum kort með pósti. Við vitum hvað Walker myndi gera. Ég vil frekar fara eftir minni leið. Ég vil ekki vera sá sem er með veiruna, hundsar samkomubann og sendir einhvern í gröfina."

Taylor kallar eftir því að Walker taki ábyrgð á gjörðum sínum, að hann hugsi til Pep Guardiola, stjóra síns hjá Manchester City, sem er að syrgja móður sína sem lést vegna kórónuveirunnar.

Hérna má lesa pistilinn í heild sinni.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner