Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   sun 10. maí 2020 17:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gamla markið: Beckham bjargvættur ensku þjóðarinnar
Frekar svalur.
Frekar svalur.
Mynd: Getty Images
Í fótboltalausa tímabilinu er um að gera að rifja upp gamalt og gott mark.

Í dag förum við aftur til ársins 2001, í landsleik Englands og Grikklands á Old Trafford.

Grikkland var 2-1 yfir og gat þannig komið í veg fyrir að England færi á HM 2002. Beckham stendur yfir boltanum og augu ensku þjóðarinnar beinast að honum. Beckham lætur vaða á markið og boltinn syngur í netinu. England fer beint á HM í staðinn fyrir að þurfa að fara í umspil.

Beckham var þjóðarskömm 1998 þegar hann fékk rautt gegn Argentínu í 16-liða úrslitum HM. Þarna fór hann úr skúrki í hetju.

Sjón er sögu ríkari en markið má sjá hér að neðan.

Ef þú átt hugmynd að góðu marki til að rifja upp sendu þá tölvupóst á [email protected]


Athugasemdir
banner
banner
banner