banner
   sun 10. maí 2020 14:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Goðsagnir vilja að reist verði stytta af Wenger
Arsene Wenger var stjóri Arsenal í 22 ár.
Arsene Wenger var stjóri Arsenal í 22 ár.
Mynd: Getty Images
Arsenal goðsagnirnar Ray Parlour og Martin Keown vilja að reist verði stytta af Arsene Wenger fyrir utan Emirates-leikvanginn.

Wenger var stjóri Arsenal í 22 ár og er svo sannarlega goðsögn hjá félaginu. Á tíma sínum hjá félaginu vann hann ensku úrvalsdeildina þrisvar og FA-bikarinn sjö sinnum.

Nú er kallað eftir stytta verði sett af Frakkanum fyrir utan heimavöll félagsins.

„Áður en hann tók við þá enduðum við í tíunda sæti, fjórða sæti, tólfta sæti, fimmta sæti í ensku úrvalsdeildinni. Svo eftir að hann tók við unnum við þrjá deildartitla," sagði Keown við Daily Mail.

„Þess vegna á hann skilið styttu. Það var hann sem skapaði Emirates-völlinn ef svo má segja," sagði Parlour. „Það var hann sem einblíndi á það að Highbury - þótt að við elskuðum hann - var of lítill."

Sjá einnig:
Keown vill að hugsjónamaðurinn Wenger fái starf hjá Arsenal
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner