banner
   sun 10. maí 2020 13:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hashtag United byrjar með kvennalið
Spencer Owen tekur mynd með Cesar Azpilicueta.
Spencer Owen tekur mynd með Cesar Azpilicueta.
Mynd: Getty Images
Hashtag United er fótboltafélag sem er frægt á Englandi og víðar þrátt fyrir að vera í níundu efstu deild á Englandi. Félagið var nefnilega stofnað af Spencer Owen, sem starfar við það að gera myndbönd á Youtube.

Félagið er með sína eigin Youtube-rás og er sýnt gríðarlega mikið á bak við tjöldin. Hashtag er þá með stóran hóp fylgjenda á samfélagsmiðlum.

Hver veit nema Hashtag United verði í ensku úrvalsdeildinni eftir nokkur ár? Félagið hefur nú ákveðið að stækka við sig með því að bæta við kvennaliði.

Hashtag United tók yfir kvennalið AFC Basildon, sem er í fjórðu efstu deild kvenna á Englandi. Basildon var á barmi gjaldþrots og hætta var á því að leggja þyrfti liðið niður, en svo verður ekki þökk sé Spencer Owen og Hashtag.

Grein um málið má í heild sinni lesa á The Guardian.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner