Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 10. maí 2020 22:52
Brynjar Ingi Erluson
Maguire: Rashford hæfileikaríkasti leikmaður sem ég hef spilað með
Harry Maguire er hrifinn af Marcus Rashford
Harry Maguire er hrifinn af Marcus Rashford
Mynd: Getty Images
Harry Maguire, varnarmaður Manchester United, hrósar Marcus Rashford í hástert í hlaðvarpsþætti félagsins.

Maguire kom inn í vörn United síðasta sumar er félagið keypti hann á metfé frá Leicester City eða 80 milljónir punda.

Hann hefur verið klettur í vörn liðsins á þessari leiktíð en United var á góðu róli í deildinni áður en kórónuveiran herjaði á Bretlandseyjar.

„Ég talaði alltaf mjög vel um Marcus þegar ég spilaði með honum í enska landsliðinu og ég get eiginlega ekki hrósað honum nógu mikið. Hann á eftir að eiga ótrúlegan feril," sagði Maguire.

„Sem félag þá verður þú að hafa fyrirliða og treysta á hann en maður verður að deila leiðtogahlutverkinu í hópnum. Marcus er þarna og er að berjast í hverjum einasta leik og núna hefur hann verið frá vegna meiðsla en hann er að vinna í því að komast aftur á völlinn og missir af fáum leikjum."

„Hann vill alltaf vera klár í að spila. Maður sér það innan vallar og utan vallar hjá honum. Hann sinnir góðgerðarstörfum og það er frábært að sjá það. Hann er hæfileikaríkasti leikmaður sem ég hef spilað með og hann á eftir að verða frábær leikmaður fyrir þetta félag,"
sagði Maguire í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner