Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 10. maí 2020 10:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimild: Vísir.is 
Söndru líður vel í Leverkusen og ræðir nýjan samning
Sandra fagnar marki með Leverkusen.
Sandra fagnar marki með Leverkusen.
Mynd: Mirko Kappes
Landsliðskonan Sandra María Jessen er í viðræðum við Bayer Leverkusen um áframhaldandi samning. Þetta sagði hún í samtali við Sportið í dag á Stöð 2 Sport en Vísir.is fjallar einnig um málið.

Sandra María er 25 ára gömul og uppalin í Þór/KA þar sem hún hefur leikið stærstan hluta ferilsins. Árið 2016 fór hún á láni til Þýskalands, til Bayer Leverkusen og í fyrra gekk hún svo í raðir félagsins.

Samningur hennar á að renna út eftir núverandi tímabil, en hún sér það fyrir sér að vera áfram í Þýskalandi og segir hún viðræður vera hafnar.

„Mér líður eins og ég sé heima hjá mér og gæti séð fyrir mér að framlengja og spila hérna áfram," sagði Sandra, en tók það einnig fram að það væri ekkert staðfest í þeim efnum.

Sandra hefur í heildina spilað 20 leiki í þýsku úrvalsdeildinni síðastliðin tvö tímabil og skorað í þeim leikjum eitt mark. Verið er að vinna í því að koma úrvalsdeild kvenna aftur af stað, en ekki er enn komin dagsetning á það. Úrvalsdeild karla í Þýskalandi á að hefjast næsta laugardag.
Athugasemdir
banner
banner
banner