Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 10. maí 2020 14:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Stefnir í mikla baráttu um þjónustu Ighalo
Ighalo skoraði fjögur mörk í átta leikjum fyrir United áður en kórónuveirufaraldurinn skall á.
Ighalo skoraði fjögur mörk í átta leikjum fyrir United áður en kórónuveirufaraldurinn skall á.
Mynd: Getty Images
Shanghai Shenhua býst við því að fá sóknarmanninn Odion Ighalo aftur frá Manchester United áður en kínverska úrvalsdeildin hefst. Stefnt er á því að kínversku ofurdeildina í júlí.

Það er Sky Sports sem fjallar um málið.

Ighalo kom á láni til Manchester United í janúarglugganum síðasta og var mjög öflugur í þeim leikjum sem hann spilaði áður en kórónuveirufaraldurinn skall á. Hann hefur skorað fjögur mörk í átta leikjum fyrir félagið.

United vill halda honum þangað til að enska úrvalsdeildin klárast og Ighalo vill vera áfram hjá Man Utd. Shanghai Shenhua mun hins vegar aðeins leyfa honum að vera áfram ef hann verður keyptur og vill kínverska félagið fá allt að 20 milljónir punda fyrir þrítuga sóknarmanninn.

Þá er talið að Newcastle United muni reyna að fá Ighalo ef eigendaskipti félagsins ganga í gegn.
Athugasemdir
banner
banner