Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 10. maí 2020 15:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Stoichkov gerir lítið úr árangri fyrrum liðsfélaga síns Guardiola
Pep Guardiola.
Pep Guardiola.
Mynd: Getty Images
Hristo Stoichkov, sem er goðsögn hjá Barcelona, vill meina að Pep Guardiola hafi verið heppinn þegar hann tók við Katalóníustórveldinu árið 2008.

Stoichkov, sem lék með Guardiola hjá Barcelona á sínum tíma, segir að liðið sem Guardiola hafi fengið hendurnar hafi verið það gott að það hafi alltaf verið að fara að ná stórkostlegum árangri.

Með Lionel Messi í fararbroddi vann Guardiola 14 titla á fjórum árum hjá Barcelona, en hann er í dag stjóri Manchester City á Englandi.

„Frank Rijkaard bjó til hópinn sem Pep tók við. Messi og aðrir leikmenn þreyttu frumraun sína hjá Rijkaard. Það hefðu stórkostlegir hlutir gerst hvort sem Pep var þarna eða ekki."

Það verður ekki tekið af Guardiola að árangurinn var magnaður. Árið 2009 vann Barcelona sex titla; La Liga, spænska bikarinn, spænska Ofurbikarinn, Meistaradeildina, Ofurbikar Evrópu og HM félagsliða.
Athugasemdir
banner
banner