sun 10. maí 2020 08:30
Ívan Guðjón Baldursson
Theo gerir tilkall til landsliðssætis - Gæti spilað með Lucas
Mynd: Getty Images
Vinstri bakvörðurinn Theo Hernandez hefur verið að gera frábæra hluti með AC Milan í ítölsku deildinni.

Hann kostaði 20 milljónir evra síðasta sumar og er kominn með sex mörk og þrjár stoðsendingar í 25 leikjum. Í janúar var Theo metinn á 40 milljónir evra en sú tala hefur lækkað með kórónuveirunni.

Hinn 22 ára gamli Theo á sextán leiki að baki fyrir yngri landslið Frakka og vonast til að komast í landsliðshópinn fyrir EM á næsta ári. Þar gæti hann spilað við hlið bróðurs sins, Lucas Hernandez, sem ólst upp hjá Atletico Madrid og skipti yfir til Bayern fyrir 80 milljónir evra fyrra.

Lucas, 24 ára, á 17 A-landsleiki að baki fyrir Frakkland og hefur verið í baráttu við Benjamin Mendy og Lucas Digne um landsliðssæti að undanförnu. Lucas og Theo spila báðir sem vinstri bakverðir, en stærð og styrkur Lucas gera hann einnig að frábærum miðverði.

„Ég er að gera mitt besta til að komast í franska landsliðshópinn fyrir EM 2020 á næsta ári. Þar gæti ég spilað við hlið bróður mins Lucas Hernandez. Ekki slæmt það," sagði Theo.

Theo hafði nokkra möguleika í fyrra en valdi Milan á endanum eftir spjall við Paolo Maldini.

„Ég hef alltaf litið upp til Maldini og það var lítið sem ég gat sagt þegar hann var að sannfæra mig um að koma til félagsins. Ég er mjög ánægður með ákvörðunina og mér líður eins og ég eigi heima hér.

„Það er frábært að vera hjá topp félagi. Það er sérstaklega frábært að geta æft með Zlatan Ibrahimovic, einum af bestu knattspyrnumönnum heims."

Athugasemdir
banner
banner
banner