Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 10. maí 2020 22:16
Brynjar Ingi Erluson
Van Dijk um Liverpool: Ég tók góða ákvörðun á þessum tíma
Virgil van Dijk hefur verið stórkostlegur í vörn Liverpool
Virgil van Dijk hefur verið stórkostlegur í vörn Liverpool
Mynd: Getty Images
Stærstu félög Bretlandseyja vildu fá Virgil van Dijk frá Southampton í janúar árið 2018 en hann útskýrði ákvörðun sína um að ganga til liðs við Liverpool í viðtali við BT Sport.

Manchester City og Manchester United höfðu mikinn áhuga á að fá Van Dijk til félagsins. Sumarið 2017 reyndi Liverpool að fá hann frá Southampton en ekkert varð úr því.

Liverpool ræddi ólöglega við Van Dijk og ákvað félagið að draga sig til baka. Van Dijk fór í verkfall hjá Southampton og byrjaði ekki að æfa aftur fyrr en í byrjun september.

Kaupin gengu þó í gegn í desember og var hann löglegur með liðinu í janúar 2018. Síðan þá hefur hann tvisvar farið í úrslit Meistaradeildarinnar og unnið keppnina einu sinni.

„Áður en ég tók þá ákvörðun að ganga til liðs við Liverpool þá þurfti ég að hugleiða ýmsa hluti eins og hvernig liðið var að spila, liðsfélagarnir og framtíðina," sagði Van Dijk.

„Borgin, stuðningsmennirnir og allt er stór ástæða þess að maður semur við félag. Ég held að þetta hafi verið góð ákvörðun á þessum tíma og það var risastór bónus að komast í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á fyrstu sex mánuðunum og það hjálpaði mér að þróa leik minn," sagði hann ennfremur.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner