Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 10. maí 2020 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
Van Gaal: Daniel Levy yfirgaf heimili mitt í skottinu
Mynd: Getty Images
Louis van Gaal var eftirsóttur knattspyrnustjóri sumarið 2014 eftir að hafa stýrt Hollandi, FC Bayern, AZ Alkmaar, Barcelona og Ajax við góðan orðstír.

Manchester United og Tottenham börðust um hann og höfðu Rauðu djöflarnir betur á endanum.

Van Gaal var í hollenskum spjallvarpsþætti og rifjaði upp þegar Daniel Levy reyndi að fá hann til Tottenham.

„Daniel Levy kom í heimsókn til mín í Noordwijk og yfirgaf heimili mitt í skottinu til að forðast Jack van Gelder (fréttamann) sem beið fyrir utan," sagði Van Gaal.

„Viðræðurnar tóku langan tíma og þess vegna tókst Manchester United að leggja fram tilboð og stela mér."

Van Gaal, sem er 68 ára, stýrði Man Utd í tvö ár áður en Jose Mourinho var ráðinn í hans stað. Í fyrra ákvað hann að segja endanlega skilið við þjálfun og njóta eftirlaunaáranna.

„Ég er kominn á eftirlaun og hef engan metnað fyrir því að starfa sem stjórnandi knattspyrnufélags eða sem knattspyrnusérfræðingur í sjónvarpi.

„Konan mín Truus hætti að vinna fyrir 22 árum til að fylgja mér í hinum ýmsu störfum. Ég sagðist ætla á eftirlaun 55 ára en hélt áfram að starfa þar til ég varð 65.

„Hún á skilið líf með mér utan fótboltans og hún er mjög ánægð með þessa ákvörðun."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner