Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 10. maí 2020 12:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Var með snöru um hálsinn í sex mánuði"
Louis van Gaal.
Louis van Gaal.
Mynd: Getty Images
Ed Woodward, framkvæmdastjóri Manchester United.
Ed Woodward, framkvæmdastjóri Manchester United.
Mynd: Getty Images
Fyrrum knattspyrnustjórinn Louis van Gaal kemst oft skemmtilega að orði. Núna segist hann hafa verið „með snöru um háls sinn" síðustu sex mánuðina í starfi hjá Manchester United.

Hollendingurinn var rekinn frá Manchester United árið 2016 eftir tveggja ára veru hjá félaginu. Hann var rekinn stuttu eftir að hann stýrði liðinu til sigurs í FA-bikarnum.

Hann segir að eiginkona sín hafi séð í gegnum áætlun Ed Woodward, framkvæmdastjóra Man Utd.

„Það var erfitt að lifa af sem stjóri Manchester United þegar ég var með snöru um háls minn í sex mánuði," sagði Van Gaal við Mirror.

„Truus, eiginkona mín, varaði mig við frá janúar til loka tímabilsins. Hún er kona og konur eru með innsæi fyrir svona hlutum. Ég sá ekki fyrir mér hvað Woodward var að plana, en konur eru með öðruvísi eiginleika en karlmenn."

„Ég var sannfærður um að ég myndi klára samninginn minn og stýra United þriðja tímabilið. Það hefur aldrei neitt komið mér eins mikið á óvart og þegar Woodward rak mig."

Jose Mourinho, sem var aðstoðarmaður Van Gaal hjá Barcelona, tók við af þeim hollenska. „Ég væri til í að heyra Mourinho tala um það sem átti sér stað, en hann þarf ekki að hringja í mig lengur. Ég var með snöru um hálsinn og beið eftir því að vera hengdur."

„Það sem ég afrekaði með Manchester United, ég lít á það sem stærsta afrek mitt á ferlinum. Við unnum FA-bikarinn með tíu leikmenn í framlengingu, FA-bikarinn er virtasta bikarkeppni í heiminum og ég var mjög stoltur."

Van Gaal tekur þannig í svipaðan streng og Mourinho sem sagði að það væri eitt sitt besta afrek á ferlinum að lenda í öðru sæti í ensku úrvalsdeildinni með Manchester United.
Athugasemdir
banner
banner
banner