Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 10. maí 2020 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Zlatan grínaðist í Raiola á Twitter: Nei þetta eru sannar fréttir
Mynd: Getty Images
Samband umboðsmannsins Mino Raiola og sóknarmannsins Zlatan Ibrahimovic er mjög náið og telja þeir hvorn annan til bestu vina sinna.

Zlatan er með nokkuð sérstakan húmor og ákvað að grínast aðeins í Raiola á Twitter.

Raiola birti færslu um skjólstæðing sinn Henrikh Mkhitaryan, leikmann Arsenal sem er hjá Roma að láni út tímabilið, þar sem hann hafnaði fjölmiðlaflutningi á Ítalíu.

„Mkhitaryan sendi engin skilaboð til Arsenal. Falsfréttir eru algjörlega óásættanlegar, sérstaklega á tímum sem þessum," sagði Raiola fyrir helgi og uppskar svar frá Zlatan.

„Nei þetta eru sannar fréttir, þetta er ásættanlegt."


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner