Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 10. júní 2018 23:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Berglind skoðar H-riðil - Spennt fyrir Falcao og Lewandowski
Berglind Björg Þorvaldsdóttir.
Berglind Björg Þorvaldsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Radamel Falcao.
Radamel Falcao.
Mynd: Getty Images
Robert Lewandowski.
Robert Lewandowski.
Mynd: Getty Images
Berglind hefur ekki mikla trú á Japan.
Berglind hefur ekki mikla trú á Japan.
Mynd: Getty Images
Það eru aðeins fjórir dagar í opnunarleik Heimsmeistaramótsins, fjórir dagar! Opnunarleikurinn er á milli Rússlands og Sádí-Arabíu í Moskvu 14. júní, úrslitaleikurinn er á sama velli, í Moskvu, 15. júlí.

Fótbolti.net hefur hitað vel upp fyrir mótið en spá okkar fyrir H-riðilinn, síðasta riðilinn, var birt í dag. Núna erum við búin að fara í gegnum alla riðlanna.

Spá Fótbolta.net fyrir H-riðil:

1. sæti. Kólumbía, 37 stig
2. sæti. Pólland, 36 stig
3. sæti. Senegal, 18 stig
4. sæti. Japan, 17 stig

Við höfum fengið nokkra sérfræðinga í að aðstoða okkur. Í gegnum alla spá okkar hefur einn sérfræðingur litið yfir hvern einasta riðil og tjáð lesendum skoðun sína.

Berglind Björg Þorvaldsdóttir, landsliðsframherji, segir okkur frá síðasta riðlinum í spánni, H-riðlinum. Við viljum minna á það að Berglind og stöllur hennar í íslenska kvennalandsliðinu verða í eldlínunni annað kvöld, mánudaginn 11. júní, gegn Slóveníu í mikilvægum leik í undankeppni HM. Með sigri fer Ísland upp fyrir Þýskaland á topp riðilsins þegar tveir leikir eru eftir.

Pólland og Kólumbía upp úr riðlinum
Í H-riðli leika Kólumbía, Pólland, Senegal og Japan. Berglind telur að Pólland og Kólumbía fari upp úr riðlinum. Hún hefur hins vegar ekki mikla trú á Japan.

„Ég myndi segja að þetta væri jafnari riðill en margir aðrir allavega. Ég held samt að Pólland muni taka riðilinn þó að Kólumbía og Senegal séu líkleg til alls. Ég hef því miður ekki mikla trú á Japan eins og staðan er á þeim núna," segir Berglind.

„Mín spá er að þetta verði 1. Pólland, 2. Kólumbía, 3. Senegal og 4. Japan. Senegal getur þó valdið ursla fyrir Kólumbíu og Pólland."

„Ég myndi giska á að Pólland eða Kólumbía muni fara í mesta lagi í 8-liða úrslitin."

Senegal er með virkilega vel mannað lið, en besti árangur þjóðarinnar voru 8-liða úrslit 2002. Berglind telur að það verði ekki toppað á mótinu í sumar.

„Það hefur aldrei gerst á HM að lið frá Afríku komist í undanúrslit og ég efast um að það gerist í ár," segir Berglind. „Senegal er samt með menn á borð við Sadio Mane sem geta tekið málin í sínar hendur. Annars eru aðrir frábærir leikmenn hjá þeim eins og Mame Biram Diouf, Cheikhou Kouyate, Idrissa Gueye, Moussa Sow, M‘Baye Niang og Diafra Sakho."

„Það mun koma Póllandi langt í ár"
Kólumbía var eitt af þeim liðum sem kom á óvart fyrir fjórum árum og var James Rodriguez markahæsti maður mótsins. Við hverju er hægt að búast frá Kólumbíu núna?

„Ég er mjög spennt fyrir þeim í ár, aðallega til að sjá hvort Falcao muni minna á sig. Hann er búinn að vera frábær hjá Mónakó eftir að hann fór úr ensku úrvalsdeildinni þar sem flestir eru sammála að hann olli miklum vonbrigðum. Svo það verður forvitnilegt að sjá hann á stóra sviðinu, hvort hann geti haldið sínu skriði gangandi. Falcao er einstaklega góður í að klára færin sín og einn sá besti í að skalla boltann svo ég er mjög spennt að sjá hann á HM. Annars eru aðrir frábærir leikmenn í Kólumbíu eins og James Rodriguez, Cuadrado og Davinson Sanchez."

Aðspurð út í hvaða leikmaður mun stela senunni í riðlinum, þá segir hún: „Ég held það verði einn af eftirfarandi: Falcao, Mane, Lewandowski eða James Rodriguez. Ef ég ætti að velja einn þá myndi ég setja það á Lewandowski út af hans einstöku hæfni að klára færi. Það mun koma Póllandi langt í ár."

Lewandowski var markahæstur í undankeppninni í Evrópu með 16 mörk. Hann skorar yfirleitt mikið með Póllandi en á síðasta stórmóti, EM 2016, skoraði hann aðeins eitt mark.

„Lewandowski er búinn að vera funheitur síðustu þrjú tímabil. Hann er að skora um 30 mörk á tímabili hjá Bayern og var langmarkahæstur í Bundesligunni þetta tímabil. Lewandowski verður lykilástæðan fyrir því að Pólland mun vinna þennan riðil. Það er líka ekki slæmt að vera með Zielinski og Blaszczykowski að dæla á sig boltum inn í teig," sagði Berglind að lokum.

Sjá einnig:
Elísabet rýnir í A-riðil: Eiga ekki séns án Salah
Heimir Guðjóns rýnir í B-riðil: Barátta Portúgals og Íran
Óli Stefán rýnir í C-riðil: Bendtner tekur fyrirsagnirnar
Óli Kristjáns um D-riðil: Ekkert er ómögulegt
Harpa Þorsteins um E-riðil: Mega ekki vera á grín tempói
Bjössi Hreiðars um F-riðil: Geta klárlega varið titilinn
Rúnar Kristins ræðir um G-riðil - Belgar í úrslit?
Athugasemdir
banner
banner
banner