Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 10. júní 2018 14:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
HM spáin: H-riðill - 3. sæti
Senegal
Mane er stjarnan hjá Senegal
Mane er stjarnan hjá Senegal
Mynd: Getty Images
Aliou Cisse var fyrirliði 2002. Nú er hann þjálfarinn.
Aliou Cisse var fyrirliði 2002. Nú er hann þjálfarinn.
Mynd: Getty Images
Hressir stuðningsmenn.
Hressir stuðningsmenn.
Mynd: Getty Images
Idrissa Gueye.
Idrissa Gueye.
Mynd: Getty Images
Kalidou Koulibaly.
Kalidou Koulibaly.
Mynd: Getty Images
Þá er komið að þessu. Spá Fótbolta.net fyrir riðlakeppni Heimsmeistaramótsins lýkur í dag.

Á þessum sunnudegi rúllum við yfir síðasta riðilinn, H-riðilinn, sem inniheldur Japan, Pólland, Sengeal og Kólumbíu.

Sjá einnig:
Spáin fyrir A-riðil
Spáin fyrir B-riðil
Spáin fyrir C-riðil
Spáin fyrir D-riðil
Spáin fyrir E-riðil
Spáin fyrir F-riðil
Spáin fyrir G-riðil

HM í Rússlandi hefst eftir nokkra daga. Opnunarleikurinn er á milli heimamanna og Sádí-Arabíu 14. júní og sjálfur úrslitaleikurinn verður 15. júlí næstkomandi.

Spámenn Fótbolta.net: Cloe Lacasse, Elvar Geir Magnússon, Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson, Gunnar Logi Gylfason, Ívan Guðjón Baldursson, Magnús Már Einarsson, Mist Rúnarsdóttir, Natasha Moraa Anasi, Orri Rafn Sigurðarson, Sara Hrund Helgadóttir, Tryggvi Guðmundsson.

Liðin fengu stig frá 1-4 eftir því sem þeim var spáð í riðlinum. Mest var því hægt að fá 44 stig, minnst 11 stig.

Spá Fótbolta.net fyrir H-riðil:

1. sæti.
2. sæti.
3. sæti. Senegal, 18 stig
4. sæti. Japan, 17 stig

Staða á heimslista FIFA: 27.

Um liðið: Það er erfitt að spá í Senegal. Gæðin eru til staðar en óvissan er nokkur, sérstaklega í kringum þjálfarann sem bíður eftir því að fá það besta úr til að mynda Sadio Mane. Senegal er með nægilega hæfileikaríkt lið til að komast eins langt og í 8-liða úrslit, en þó er líklegra að liðið falli úr leik í riðlakeppninni.

Þetta er fyrsta Heimsmeistaramót Senegal frá 2002 þar sem liðið kom öllum á óvart og vann Frakkland í fyrsta leik. Liðið komst þar alla leið í 8-liða úrslit og heillaði heimsbyggðina.


Þjálfarinn: Aliou Cisse. Fyrirliðinn frá 2002, hann veit hvernig það er að spila á HM og getur deilt þekkingu sinni með liðinu. Hann er ungur í þjálfarabransanum en síðan hann hætti að spila árið 2009 hefur hann starfað hjá knattspyrnusambandi Senegal. Hann var aðstoðarþjálfari og þjálfari U23 landsliðsins áður en hann tók við A-landsliðinu 2015.

Hann kom liðinu á HM í fyrstu tilraun en er ekki reynslumikill í bransanum. Hann hefur verið að fikta með þriggja manna varnarlínu en mun líklega spila með fjóra í vörn í Rússlandi. Hann á enn eftir að ná því besta út úr liðinu sóknarlega. Liðið getur gert betur með mannskapinn sinn.

Árangur á síðasta HM: Voru ekki með:

Besti árangur á HM: Komust í 8-liða úrslit 2002.

Leikir á HM 2018:
19. júní, Pólland - Senegal (Moskva)
24. júní, Japan - Senegal (Ekaterinburg)
28. júní, Senegal - Kólumbía (Samara)

Af hverju Senegal gæti unnið leiki: Líttu á leikmannahópinn, hann er frábærlega vel mannaður. Hryggjarsúlan, kannski fyrir utan markvörðinn, er mjög öflug með Kalidou Koulibaly, Idrissa Gueye og Sadio Mane.

Sóknarlega eru fullt af valkostum og sömu sögu er að segja á miðjunni með Idrissa Gueye, liðsfélaga Gylfa Þórs Sigurðssonar hjá Everton, fremstan í flokki.

Af hverju Senegal gæti tapað leikjum: Þrátt fyrir að hafa komið Senegal á mótið eru efasemdir um getu Cisse sem þjálfara. Cisse er með frábærlega leikmenn í sókninni en hefur ekki náð því besta út úr þeim. Hann verður að vonast til þess að það smelli eitthvað sóknarlega á HM.

Aðalmarkvörður liðsins spilar í Gínea, það er klárlega hægt að setja spurningamerki við hann.

Stjarnan: Sadio Mane, engin spurning. Þeir sem fylgjast með enska boltanum vita allt um það hvað þessi leikmaður getur. Frábær með Liverpool og átti stóran þátt í því að liðið komst í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Á HM í sumar fær hann tækifæri til að stíga úr skugganum hans Mohamed Salah og vera aðalmaðurinn.

Fylgstu með: Idrissa Gueye. Ruslakarl á miðjunni sem fær ekki alltaf það hrós sem hann á skilið. Annar leikmaður sem við Íslendingar könnumst við úr enska boltanum þar sem hann er liðsfélagi Gylfa SIgurðssonar hjá Everton.

Senegal er með þá með skemmtilega kantmenn eins og Keita Balde og Ismaila Sarr í sínum röðum og þá er varnarmaðurinn Kalidou Koulibaly ógnarsterkur. Ef hann á gott mót þá verður hann keyptur frá Napoli fyrir stóra fjárhæð.

Líklegt byrjunarlið að mati Yahoo Sports (4-2-1-3): Khadim N’Diaye; Youssouf Sabaly, Kalidou Koulibaly, Salif Sane, Lamine Gassama; Cheikhou Kouyate, Idrissa Gueye; Sadio Mane; Ismaila Sarr, Diafra Sakho, M’Baye Niang.

Leikmannahópurinn:
Markverðir: Abdoulaye Diallo (Stade Rennes), Alfred Gomis (SPAL), Khadim Ndiaye (Horoya)

Varnarmenn:: Lamine Gassama (Alanyaspor), Saliou Ciss (Valenciennes), Kalidou Koulibaly (Napoli), Kara Mbodii (Anderlecht), Youssouf Sabaly (Bordeaux), Salif Sane (Hannover 96), Moussa Wague (Eupen)

Miðjumenn: Idrissa Gueye (Everton), Cheikhou Kouyate (West Ham United), Alfred Ndiaye (Wolverhampton Wanderers), Badou Ndiaye (Stoke City), Cheikh Ndoye (Birmingham City), Ismaila Sarr (Stade Rennes)

Sóknarmenn: Keita Balde (Monaco), Mame Biram Diouf (Stoke City), Moussa Konate (Amiens), Sadio Mane (Liverpool), Mbaye Niang (Torino), Diafra Sakho (Stade Rennes), Moussa Sow (Bursaspor)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner