Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 10. júní 2018 21:00
Magnús Már Einarsson
Higuain eða Aguero - Caballero í markinu?
Icelandair
Gonzalo Higuain.
Gonzalo Higuain.
Mynd: Getty Images
Tvö af stærstu spurningamerkjunum í liðsuppstillingu Argentínu fyrir leikinn gegn Íslandi á laugardag eru hver verður í markinu og hver byrjar sem fremsti maður.

Sergio Romero, markvörður Manchester United, verður ekki með á HM vegna meiðsla en hann varði mark Argentínu í öllum leikjum í undankeppninni.

Líklegt þykir að Willy Caballero, markvörður Chelsea, verði í markinu gegn Íslandi frekar en Franco Armani hjá River Plate eða Nahuel Guzman hjá UANL.

„Ég held að Willy Caballero verði í markinu," segir Tomas Maria Bence íþróttafréttamaður hjá La Nacion.

Gonzalo Higuain framherji Juventus og Sergio Aguero framherji Manchester City eru að berjast um sæti í fremstu víglínu.

„Higuain á möguleika á að byrja. Aguero gæti komið inn á og byrjað í öðrum leik en ég held að Higuain byrji gegn Íslandi," sagði Tomas.

Jorge Sampaoli, þjálfari Argentínu, er duglegur að skipta um taktík á milli leikja.

„Hann mun líklega reyna að láta liðið sækja mikið og vera mikið með boltann. Það er erfitt að giska á taktíkina því hann er alltaf að breyta," sagði Tomas.

Sjá einnig:
Íþróttafréttamaður La Nacion: Ísland hefur engu að tapa
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner