Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   sun 10. júní 2018 15:30
Arnar Daði Arnarsson
Gelendzhik
Íslensk tíu manna fjölskylda keyrði 700 km en gleymdi miðunum heima
Icelandair
Klara ásamt fjölmiðlafulltrúum KSÍ.
Klara ásamt fjölmiðlafulltrúum KSÍ.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ er ánægð með fyrstu klukkutímana í Rússlandi.

Hún er ánægð með veðrið, aðstöðuna, matinn og viðtökurnar sem íslenski hópurinn hefur fengið.

„Þeir hafa verið mjög góðir. Það beið okkar góður matur. Við skoðuðum hótelið og fórum yfir þær aðstæður sem þar eru."

„Í dag er hefðbundinn landsliðsdagur nema að það sem er ekki hefðbundið er að hafa alla þessa áhorfendur. Við gerðum þetta fyrir nákvæmlega tveimur árum upp á dag í Frakklandi. Við könnumst við þetta en þetta óvanalegt," sagði Klara sem segist taka eftir áhuga frá fólkinu í Gelendzhik, borginni sem íslenska landsliðið dvelur á meðan á HM stendur.

„Ég fór aðeins út í morgun og þar var fólk að vinka útaf því að ég var í KSÍ fatnaði og segja "gangi ykkur vel" ... held ég allavegana," sagði Klara og hló.

En er Klara með einhver skilaboð til þeirra stuðningsmanna sem eru að koma frá Íslandi?

„Verið með Fan ID og góða skapið. Ég hef oft verið í Rússlandi og þekki landið bara að því góða. Þetta er auðvitað öðruvísi en við eigum að venjast. Þetta er allt í topplagi.

„Við höfum oft þurft að leysa hin ýmis mál. Á EM kvenna í Hollandi í fyrra var tíu manna fjölskylda búin að keyra 700 km til að sjá leik með Íslandi þegar það fattaði að þau hefðu gleymt miðanum heima á eldhúsborðinu
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner