Það er í gangi ótrúlegur leikur í Pepsi-deild karla. Stjarnan er að spila við Fjölni í Garðabæ.
Staðan að loknum fyrri hálfleiknum var 1-1 en í seinni hálfleiknum hefur Stjarnan aldeilis gengið á lagið.
Á fyrsta stundarfjórðungnum í seinni hálfleiknum setti Stjarnan fimm mörk! Hvorki meira né minna.
Staðan að loknum fyrri hálfleiknum var 1-1 en í seinni hálfleiknum hefur Stjarnan aldeilis gengið á lagið.
Á fyrsta stundarfjórðungnum í seinni hálfleiknum setti Stjarnan fimm mörk! Hvorki meira né minna.
„ÞETTA ER EITTHVERT MESTA RUGL SEM ÉG HEF SÉÐ," skrifaði Matthías Freyr Matthíasson í beinni textalýsingu á Fótbolta.net eftir að Þorsteinn Már Ragnarsson kom Stjörnunni í 6-1.
„Ég er orðlaus og það bara gerist að ég held aldrei. Ég hef ekki orðið vitni að eins miklu hruni í leik í Pepsi-deild karla á knattspyrnu. Fjölnir var svo sannarlega inn í leiknum í fyrri hálfleik og ekkert mikið slakara lið en síðan gerist eitthvað í byrjun seinni hálfleiks og það er alls ekki hægt að skrifa það á Hlyn markmann sem kemur í stað Þórðar."
Þvílíkur leikur en ef þú vilt fylgjast með restinni af leiknum í Garðabæ smelltu þá hér. Enn er nóg eftir, rétt tæpur hálftími með uppbótartíma.
Sjaldan séð annað eins hrun hjá einu liði.#fjolnir
— Höddi Magg (@HoddiMagnusson) June 10, 2018
Athugasemdir