mán 10. júní 2019 09:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Aron Einar: Allir með þeim í liði eins og er
Icelandair
Aron í leiknum gegn Albaníu.
Aron í leiknum gegn Albaníu.
Mynd: Eyþór Árnason
„Við höfum haft góð tök á þeim og við verðum að halda því áfram," segir Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði, um leikinn á morgun gegn Tyrklandi í undankeppni EM 2020.

Ísland og Tyrkland mætast á morgun klukkan 18:45. Leikurinn er mjög mikilvægur fyrir íslenska liðið. Með sigri fer Ísland upp að hið Tyrklands með níu stig.

Tyrkir gerðu sér lítið fyrir og unnu Heimsmeistara Frakklands sannfærandi 2-0 um helgina.

„Við vitum að þeir eru með breytt lið. Það er mikil uppbygging í tyrkneska landsliðinu sem hefur jákvæð áhrif á þjóðina og það eru allir með þeim í liði eins og er," sagði Aron eftir 1-0 sigur gegn Albaníu á laugardag.

„Við þurfum að eiga toppleik til að ná í úrslit."

Aron vonast til þess að Laugardalsvöllur verði þéttsetinn á morgun.

„Árangur skapar áhorf og fólk vonandi mætir á þriðjudaginn og styður við bakið á okkur. Við þurfum á því að halda."

Sjá einnig:
Tók viðtal við Emre með uppþvottabursta í Leifsstöð
Aron Einar: Þetta er okkar leikur
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner