Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 10. júlí 2018 22:52
Magnús Valur Böðvarsson
4. deild: Toppbaráttan galopin í A-riðli
Snæfellingar unnu góðan sigur í kvöld
Snæfellingar unnu góðan sigur í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Berserkir komust í 2.sætið eftir sigur á Stálúlfi
Berserkir komust í 2.sætið eftir sigur á Stálúlfi
Mynd: Pétur Kjartan Kristinsson
Heil umferð fór fram í A- riðli 4.deildar karla í kvöld og má segja að toppbaráttan sé í gríðarlega hörð eftir úrslit kvöldsins.

A - riðill
Svo virðist vera að fimm lið ætli að vera með í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni í A -riðli eftir að Snæfell vann frábæran heimasigur á liði Hamars í kvöld. Þetta var fyrsta tap Hamars í riðlinum í sumar en liðið gerði jafntefli í seinustu umferð og má segja að fyrstu leikir Atla Eðvaldssonar við stjórnvölin séu erfiðir. Ýmismenn sigla á toppnum eftir góðan sigur á KB

Berserkir unnu öruggan sigur á Stálúlfi og þá snéru Bjarnarmenn stöðunni 1-0 undir í 2-1 sigur gegn botnliði KFR. Eftir leiki kvöldsins eru Ýmismenn á toppnum með 17 stig, Berserkir koma næstir með 16, Hamar er með 15, Snæfell 13, Björninn 11 og Stálúlfur 10. KB og KFR reka svo lestina með 5 og 3 stig.

Það má því ekki misstíga sig mikið ætli liðin sér í úrslitakeppnina

Ýmir 4 - 3 KB
Markaskorarar sendist á [email protected]

Snæfell 1 - 0 Hamar
1-0 Milos Janicijevic

Björninn 2 - 1 KFR
0-1 Hjörvar Sigurðsson
1-1 Hreiðar Henning Guðmundsson
2-1 Hreiðar Henning Guðmundsson

Stálúlfur 0 - 4 Berserkir
0-1 Eiríkur Stefánsson
0-2 Eiríkur Stefánsson
0-3 Kormákur Marðarson
0-4 Snorri Sigurðsson

Markaskorarar af urslit.net
Athugasemdir
banner
banner
banner