Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 10. júlí 2018 18:59
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Celtic með stórsigur á útivelli - Mæta Val eða Rosenborg
Odsonne Edouard kom Celtic á bragðið í kvöld.
Odsonne Edouard kom Celtic á bragðið í kvöld.
Mynd: Getty Images
Meistarar síðustu sjö ára í Skotlandi, Celtic völtuðu yfir Alashkert frá Armeníu í kvöld, í 1. umferð forkeppni Meistaradeildarinnar.

Liðin mættust í Armeníu og var Celtic einum of stór biti fyrir andstæðing sinn. Leikurinn endaði 3-0 fyrir Celtic og skoruðu Odsonne Edouard, James Forres og Callum McGregor fyrir Celtic.

Celtic er því svo gott sem komið í 2. umferð.

Í 2. umferð gæti mótherjinn verið Íslandsmeistarar Vals. Valur spilar við Noregsmeistara Rosenborg á morgun í fyrri leik liðanna. Leikurinn fer fram á Hlíðarenda, á Origo-vellinum.

Leikur Vals og Rosenborg hefst klukkan 20:00 og er sýndur beint á Stöð 2 Sport.

Hann verður einnig í beinni textalýsingu hér á Fótbolta.net.
Athugasemdir
banner
banner
banner