þri 10. júlí 2018 13:27
Elvar Geir Magnússon
Gúmmí kjúklingur sló í gegn á æfingu Englands
Harry Kane með kjúklinginn.
Harry Kane með kjúklinginn.
Mynd: Getty Images
Það er létt yfir enska landsliðshópnum í aðdragandanum að undanúrslitaleiknum gegn Króatíu sem fram fer annað kvöld.

Á æfingasvæði sínu í Repino við Finnlandsflóa í morgun notuðu leikmenn gúmmí leikfangakjúkling til að hita sig upp fyrir átökin.

Það eru allir leikmenn Englands klárir í slaginn fyrir undanúrslitin og talað um að Gareth Southgate muni halda óbreyttu byrjunarliði.

Í dag ferðast enska liðið til Moskvu þar sem leikurinn verður á morgun.

Ef Englandi tekst að landa sigri mun liðið mæta Frakklandi eða Belgíu í úrslitaleiknum á sunnudag.



Athugasemdir
banner
banner
banner