Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   þri 10. júlí 2018 09:40
Elvar Geir Magnússon
Haukur Harðar lýsir úrslitaleiknum á HM
Haukur Harðarson á RÚV.
Haukur Harðarson á RÚV.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Næsta sunnudag verður úrslitaleikur HM í fótbolta í Moskvu. Fyrri undanúrslitaleikurinn verður í kvöld þegar Belgía og Frakkland mætast en annað kvöld er leikur Króatíu og Englands.

RÚV hefur sýnt frá HM og sinnt mótinu með miklum myndarbrag.

Í Fréttablaðinu er sagt frá því að Guðmundur Benediktsson og Einar Örn Jónsson muni lýsa undanúrslitaleikjunum en Haukur Harðarson úrslitaleiknum.

Aðstoðarlýsandi í úrslitaleiknum verður Bjarni Guðjónsson sem hefur verið einn helsti sérfræðingur RÚV á HM.

„Ég held að ég fari í heita sturtu og fái mér jafnvel te með hunangi, eitthvað sem ég geri aldrei. Aðeins að mýkja röddina. Álagsmeiðslin koma víða fram," segir Haukur léttur í samtali við Fréttablaðið.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner